Í óleyfi í sundi í Mosfellsbæ

Mynd með færslu
Mynd úr safni. Mynd: RÚV
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um fólk í sundlaug í Mosfellsbæ um klukkan hálf eitt í nótt. Sundstaðir í Reykjavík voru opnaðir á miðnætti en ekki í Mosfellsbæ. Í dagbók lögreglu segir að fjórum hafi verið vísað upp úr heitum potti og þeim bent á að koma þangað á hefðbundnum opnunartíma.

Upp úr klukkan eitt í nótt stöðvaði lögregla för bíla á Suðurlandsvegi við Gunnarshólma. Ökumaður og farþegi voru handteknir. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna, vörslu fíkniefna. Þá hefur hann ítrekað ekið án þess að hafa gild ökuréttindi. Í dagbók lögreglu segir að hann hafi ekki farið að fyrirmælum lögreglu, beitt lögreglu ofbeldi og neitað að segja til nafns. Farþeginn fór ekki að fyrirmælum lögreglu, tálmað störf hennar og er grunaður um brot á lyfjalögum. 

 

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi