Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Glænýtt lag Daða og fjórðubekkinga

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

Glænýtt lag Daða og fjórðubekkinga

18.05.2020 - 15:39

Höfundar

Daði Freyr Pétursson, ókrýndur sigurvegari Eurovision söngvakeppninnar 2020, hefur samið lag í samstarfi við fjórða bekkjar börn í Reykjavík. Lagið heitir Hvernig væri það? og var samið sérstaklega fyrir Barnamenningarhátíð 2020 en ekkert verður af henni vegna Covid-19 faraldursins.

Til að dreifa boðskapnum og gleðinni sem almennt fylgir Barnamenningarhátíð mun almenningur geta nálgast lagið á streymisveitunni Spotify og You Tube síðu hátíðarinnar á morgun þriðjudaginn 19. maí.  

Krakkarnir eiga hugmyndina að texta lagsins sem fjallar um hvernig heimurinn væri ef þau mættu ráða og það verða nemendur fjórðu bekkja sem heyra lagið allra fyrst og sjá myndband Daða við það.  

Skilaboðin eru óneitanlega skýr: 

Kaupum minna drasl 

notum minna plast 

verum góð við hvert annað 

hvernig væri það? 

pössum jörðina 

friður allstaðar 

hvernig væri það? 

Klukkan níu að morgni miðvikudagsins 20. maí klukkan 9:00 ætlar Daði Freyr að efna til tónleika sem til stóð að væru opnunarviðburður Barnamenningarhátíðar.

Tónleikarnar verða öllum aðgengilegir á Facebooksíðu Barnamenningarhátíðar þar sem tónlistarmaðurinn knái flytur Hvernig væri það? ásamt öðrum stórsmellum sínum.  

 

Tengdar fréttir

Menningarefni

Daði og Gagnamagnið fengu langflest stig frá Norðmönnum

Tónlist

Daði & Gagnamagnið með fullt hús stiga frá Svíum

Popptónlist

Engin spurning að Daði hefði unnið Eurovision

Reykjavíkurborg

Hátíðahöld verða ekki með hefðbundnum hætti í sumar