Ardern vinsælust leiðtoga á Nýja Sjálandi

18.05.2020 - 08:09
epa07725994 Prime Minister of New Zealand Jacinda Ardern and Australian Prime Minister Scott Morrison (not pictured) speak during a meeting in Melbourne, Australia, 19 July 2019.  EPA-EFE/JULIAN SMITH  AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands. Mynd: EPA-EFE - AAP
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands, er vinsælasti leiðtogi landsins í heila öld eða frá upphafi kannana þar í landi. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem birt var þar í morgun. Ástæðan er sögð frammistaða hennar og ríkisstjórnarinnar í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn.

Samkvæmt könnuninni, sem er hin fyrsta síðan faraldurinn hófst, segjast 59,5 prósent landsmanna ánægð með Ardern og störf hennar, 21 prósentustigi fleiri en í síðustu könnun.

Fylgi flokks hennar, Verkamannaflokksins, hefur einnig aukist verulega í nærri 57 prósent, en Þjóðarflokkurinn, sem er stærstur á þingi, er með 31 prósents fylgi.

Slakað hefur verið verulega á aðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins á Nýja Sjálandi. Fjöldi fyrirtækja var opnaður á ný í síðustu viku og skólahald hófst þar á ný í morgun.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi