Ætla að leita fram í myrkur að skipverja

18.05.2020 - 21:47
Mynd með færslu
 Mynd: Jón Helgason - RÚV
Um fjörutíu liðsmenn björgunarsveitarinnar Vopna á Vopnafirði hafa leitað skipverja af fiskibát sem hefur verið saknað síðan um tvö leytið í dag. Jón Sigurðarson í svæðisstjórn björgunarsveitarinnar segir í samtali við fréttastofu að leitað verði fram í myrkur og ef sú leit skili ekki árangri verði farið af stað í bítið í fyrramálið.

Jón segir að fjörðurinn hafi verið skannaður í allan dag og fjörur verði gengnar. Búið sé að boða út meiri mannskap af Austfjörðum, bæði frá Raufarhöfn og Neskaupstað til að aðstoða við leit á morgun, ef þess gerist þörf.  

Fimm kafarar frá Landhelgisgæslunni komu austur með þyrlu en að sögn Jóns hefur ekki reynst þörf á þeim.  Hann segir ekki vitað hvað gerðist, annað en að mannsins sé saknað.

Fram kom í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi fyrr í kvöld að borist hafi tilkynning um að skipverja væri saknað eftir að skip hans kom til hafnar í Vopnafirði um tvö leyti í dag. Í framhaldinu hafi leit hafist

 

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV