Að taka frá land fyrir komandi kynslóðir

18.05.2020 - 12:59
Mynd: Karl Sigtryggsson / RÚV/Landinn
„Fyrstu þjóðgarðarnir voru stofnaðir í Bandaríkjunum. Þeir komu til þegar hinn tæknivæddi Evrópubúi flutti til tiltölulega ósnortinna svæða í Norður Ameríku,“ segir Sigrún Helgadóttir, líf og umhverfisfræðingur þegar hún er beðin um aðlýsa tilurð fyrstu þjóðgarðanna.

„Evrópubúarnir fóru eins og engisprettur vestur yfir fjöll og sléttur, brenndu skóga og drápu dýr, já og fólk þessvegna. Alltaf virtist vera nóg land í vestri en svo kom að því að þeir rákust á kyrrahafið og komust að því að þetta var nú takmarkað. Þá kom upp sú hugsun að taka frá land, sem ekki hefur verið breytt af hinum vestræna tæknivæddda manni, og gefa komandi kynslóðum tækifæri á að sjá þetta land."

Landinn fjallaði um hlutverk og gildi þjóðgarða en í dag eru þrír þjóðgarðar á Íslandi. Þjóðgarðurinn á Þingvöllum, stofnaður 1930, Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull, frá 2001 og Vatnajökulsþjóðgarður, stofnaður 2008. 
 

gislie's picture
Gísli Einarsson
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi