Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva var ekki haldin í ár en Evrópa fékk engu að síður sína Eurovision-gleði. Lögin sem valin voru til þátttöku í ár voru kynnt í sérstakri útsendingu í gær og sendu fulltrúar þjóðanna skemmtilegar myndbandskveðjur til áhorfenda. Margir voru alvarlegir í bragði og reyndu að blása Evrópubúum von í brjóst þrátt fyrir ástandið.
Daða Frey tókst að vekja mikla kátínu á samfélagsmiðlum með myndbandskveðju sinni, eins og hans er von og vísa. Voru sumir á því máli að það væri hreinlega aldrei offramboð af Daða, þó fimmfaldur hafi verið.
Five Daðis is still too few
— Edmund Metzold (@edmetzold) May 16, 2020
Absolutely incredible scenes from Iceland #Eurovision #ShineALight pic.twitter.com/ID9WeSJvhz
— Scott Bryan (@scottygb) May 16, 2020
I don't think Iceland should send him next year. I think they should send him every year. He is the best thing that could happen to #Eurovision in quite some time. #ShineALight pic.twitter.com/On5tBFvBDs
— Matt Fredericks (@MattESCunited) May 16, 2020
Iceland were robbed.#ShineALight #Eurovision pic.twitter.com/iWgRwictQ8
— Jikster (@Jikster2009) May 16, 2020
Daði Freyr defines #Eurovision 2020 for me and, if COVID-19 hadn't changed everybody's plans, glory could have been his.#ThinkAboutThings conquered social media. It's unique, special and as it's about his daughter, it has heart. #ShineALight has all three qualities in common https://t.co/XFCBUAC9A7
— My Autistic Life (@MyAutisticLife) May 16, 2020
Hægt er að horfa á Europe Shine a Light, eða Evrópa, lát ljós þitt skína í spilara RÚV.