Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

„Fimm Daðar er samt ekki nóg“

Mynd: RÚV / RÚV

„Fimm Daðar er samt ekki nóg“

17.05.2020 - 14:32

Höfundar

Daði Freyr heillaði Evrópu enn einu sinni upp úr skónum í gær. Myndbandskveðja hans í beinni útsendingu frá Hollandi skar sig úr og vakti lukku hjá áhorfendum.

Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva var ekki haldin í ár en Evrópa fékk engu að síður sína Eurovision-gleði. Lögin sem valin voru til þátttöku í ár voru kynnt í sérstakri útsendingu í gær og sendu fulltrúar þjóðanna skemmtilegar myndbandskveðjur til áhorfenda. Margir voru alvarlegir í bragði og reyndu að blása Evrópubúum von í brjóst þrátt fyrir ástandið.

Daða Frey tókst að vekja mikla kátínu á samfélagsmiðlum með myndbandskveðju sinni, eins og hans er von og vísa. Voru sumir á því máli að það væri hreinlega aldrei offramboð af Daða, þó fimmfaldur hafi verið.

Hægt er að horfa á Europe Shine a Light, eða Evrópa, lát ljós þitt skína í spilara RÚV.

Tengdar fréttir

Menningarefni

Daði sló í gegn í Ástralíu

Popptónlist

Daði flytur Hatrið mun sigra

Menningarefni

Daði og Gagnamagnið fengu langflest stig frá Norðmönnum

Tónlist

Daði Freyr leikur vinsæl Eurovision-lög