Blaðamaður myrtur í Mexíkó

17.05.2020 - 03:34
Spent bullet casings lay on the street after a gun battle between Mexican security forces and suspected cartel gunmen, in Villa Union, Mexico, Sunday, Dic. 1, 2019. Mexican security forces on Sunday killed seven more members of a presumed cartel assault force rolled into a town near the Texas border and staged an hour-long attack, officials said, bringing the death toll to at least 21. (AP Photo/Gerardo Sanchez)
 Mynd: AP
Mexíkóski blaðamaðurinn Jorge Armenta var myrtur á laugardag í borginni Ciudad Obregon í norðurhluta Mexíkó. Samkvæmt mexíkóskum yfirvöldum er hann þriðji blaðamaðurinn sem er myrtur þar á þessu ári.

Hann var myrtur í vopnaðri árás. Einn lögreglumaður dó líka og annar særðist. Samkvæmt samtökunum Blaðamenn án landamæra hafði Armenta borist hótanir og var undir vernd ríkisstjórnarinnar. Samtökin segjast þá vera að skoða hvers eðlis sú vernd var. Yfirvöld í Mexíkó segjast einnig vera að rannsaka morðið. 

Blaðamenn án landamæra flokka Mexíkó sem eitt af hættulegustu löndum heims fyrir fréttamennsku. Á pari við stríðshrjáð lönd eins og Sýrland og Afganistan.  Ofbeldisalda geisar í Mexíkó vegna fíkniefnasmygls. Spilling leynist víða innan lögreglunnar og eru morð títt ekki rannsökuð. Tíu blaðamenn voru myrtir í Mexíkó í fyrra. 

elsamd's picture
Elsa María Guðlaugs Drífudóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi