Sjónvarpsfréttum flýtt um 40 mínútur

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Sjónvarpsfréttum flýtt um 40 mínútur

16.05.2020 - 14:19

Höfundar

Sjónvarpsfréttir í kvöld byrja 40 mínútum fyrr en venjulega, eða klukkan 18:20. Þetta er vegna sérstakrar Eurovision skemmtidagskrár sem send er beint út frá Hollandi í kvöld.

41 lag kynnt í kvöld

Þar eru lögin 41 sem valin voru til þátttöku í keppninni, sem ekki verður haldin, kynnt og fleira verður gert til skemmtunar. Útsendingin frá Hollandi hefst klukkan 19 í kvöld. Sjónvarpsfréttir byrja því klukkan 18:20 og í framhaldi af þeim verða íþróttir, veður og lottó.