Keppni í tennis fer í fyrsta lagi af stað í ágúst

epa06977583 Serena Williams of the US hits a return to Magda Linette of Poland on the first day of the US Open Tennis Championships the USTA National Tennis Center in Flushing Meadows, New York, USA, 27 August 2018. The US Open runs from 27 August through
 Mynd: EPA

Keppni í tennis fer í fyrsta lagi af stað í ágúst

15.05.2020 - 15:24
Búið er að fresta öllum mótum á ATP og WTA mótaröðunum í tennis þar til í ágúst vegna COVID-19. Ekkert mót á stærstu mótaröðunum hefur farið fram frá því í febrúar.

Í fyrsta sinn frá tímum seinni heimsstyrjaldar var Wimbledon-mótinu aflýst en það átti að fara fram 29. júní.

Opna franska, sem alla jafna fer fram í maí, mun fara fram í september eða október.