Greta Thunberg er spákona í nýju myndbandi Pearl Jam

Mynd með færslu
 Mynd: Pearl Jam - YouTube

Greta Thunberg er spákona í nýju myndbandi Pearl Jam

15.05.2020 - 09:59
Hljómsveitin Pearl Jam gaf í gær út myndband við nýtt lag, Retrograde. Myndbandið sýnir spákonu spá fyrir um afleiðingar þess að ekkert verði gert til að sporna við loftslagsbreytingum. Í miðju myndbandi kemur svo í ljós að spákonan er engin önnur en Greta Thunberg.

Myndbandið fylgir eftir manni sem heimsækir spákonu og sér loftslagshamfarir í kristalskúlu spákonunnar. Hamfararnir ná frá New York, til London, á pólana og brennir í gegnum óbyggðir Ástralíu. 

Upphaflega átti myndbandið að vera leikið en framleiðsla hófst um miðjan mars, aðeins nokkrum dögum eftir að Covid-19 lokaði um það bil öllum heiminum. Niðurstaðan varð því að myndbandið yrði teiknað. Thunberg lék því í rauninni ekki sjálf í myndbandinu heldur var notast við gamlar upptökur af henni og þeim blandað saman við hreyfingar annarrar leikkonu. 

Leikstjórinn er hinn ástralski Josh Wakely en hann segir í viðtalið við Variety að þó svo að Thunberg hafi ekki leikið beint í myndbandinu þá hafi hún veitt gífurlegan innblástur og var í raun eina manneskjan sem hann sá fyrir sér í hlutverki spákonunnar. Hún sé grjóthörð hetja og það hafi verið stórkostlegt að sjá skilaboð frá henni um að hún hefði elskað myndbandið. 

Greta Thunberg hefur barist ötullega fyrir aðgerðum í loftslagsmálum og nú hefur verkfall hennar fyrir loftslagið staðið yfir í alls 91 viku. Hún hefur ekki látið deigan síga í heimsfaraldrinum og vekur athygli á málefnum loftslagsins í gegnum samfélagsmiðla. 

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

School strike week 91. #climatestrikeonline #StayAtHome #fridaysforfuture #schoolstrike4climate #flattenthecurve

A post shared by Greta Thunberg (@gretathunberg) on

Tengdar fréttir

Erlent

Baráttukonur hittast í fyrsta sinn

Umhverfismál

Greta Thunberg valin umhverfisverndarsinni ársins

Umhverfismál

Greta Thunberg manneskja ársins hjá Time

Evrópa

Greta Thunberg fer með skútu til Vesturheims