Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Gagnamagns-dansæði á Instagram og Daða-filter

Mynd með færslu
 Mynd: Phantom - Phantom.land

Gagnamagns-dansæði á Instagram og Daða-filter

15.05.2020 - 09:20

Höfundar

Dans Daða og Gagnmagnsins við Think About Things hefur slegið í gegn og dansmyndbönd frá fólki hrúgast inn á Instagram. Nú hefur einnig verið búinn til sérstakur filter sem breytir ásýnd fólks og klæðir það í hár og peysu Daða Freys.

Undir myllumerkinu #danceaboutthings má finna ótal myndbönd af meðal annars fullorðnum, börnum, legóköllum og hundum, dansa Gagnamagnsdansinn. Sumir eru í náttbuxum og aðrir risaeðlubúningum, einhverjir í eldhúsinu og aðrir úti á strönd, en mörg myndbandanna virðast upprunalega vera af samfélagsmiðlinum TikTok.

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

#danceaboutthings #thinkaboutthings #dancingdino #stayhome #randomrexofkindness

A post shared by Random Rex Of Kindness (@random_rex_of_kindness) on

Breska hugbúnaðarfyrirtækið Phantom hefur hannað sérstakan Instagram-filter sem gerir fólk „Daðalegra“. Sían breytir ásjónu fólks í myndum eða myndböndum og ljær því hár Daða auk sægrænu Gagnamagnspeysunnar og setur á hana pixlaða mynd af andliti þess.

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

There’s a filter :O

A post shared by Daði Freyr (@dadimakesmusic) on

Think about Things með Daða og Gagnamagninu hefði verið framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár en keppninni var því miður aflýst vegna kórónuveirufaraldursins. Daði Freyr verður þó í beinni útsendingu á RÚV frá heimili sínu í Berlín á föstudagskvöld og leikur uppáhalds Eurovision-slagara sína fyrir þjóðina.

Á Laugardagskvöldið verður svo hátíðarútsending frá Hollandi þar sem kynnt verða lögin 41 sem valin voru til þátttöku í Eurovision í ár, og strax á eftir hefst svo bein útsending frá Hörpu þar sem Eurobandið leikur fyrir dansi.

Tengdar fréttir

Tónlist

Hot Chip endurhljóðblandar Daða og Gagnamagnið

Popptónlist

Daði vinnur söngvakeppni Austurríkis

Daði Freyr slær í gegn

Popptónlist

Eurovision aflýst – Daði Freyr vonsvikinn