Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Daði og Gagnamagnið fengu langflest stig frá Norðmönnum

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

Daði og Gagnamagnið fengu langflest stig frá Norðmönnum

15.05.2020 - 22:34

Höfundar

Norðmenn kusu í kvöld lag Daða Freys og Gagnamagnsins, Think About Things, sem það besta sem senda átti í Eurovision söngvakeppnina í ár. Ekkert verður af keppninni vegna COVID-19. Haldin var símakosning í Noregi um besta lagið og þar unnu Daði Freyr og félagar með miklum yfirburðum.

Ísland fékk 25.295 stig frá Norðmönnum og Rússland, sem lenti í öðru sæti, fékk 13.770 stig. Í því þriðja var Litháen með 12.002 stig. Lag Ítalíu, sem Íslendingar völdu það besta, lenti í fjórða sæti hjá Norðmönnum og fékk 10.367 stig.

Svíar héldu sína eigin Eurovision keppni í gær og þá fengu Daði og Gagnamagnið einnig flestu stigin.

Tengdar fréttir

Tónlist

Daði & Gagnamagnið með fullt hús stiga frá Svíum

Tónlist

Daði og Gagnamagnið á toppnum í Svíþjóð

Popptónlist

Engin spurning að Daði hefði unnið Eurovision