Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Bára tilnefnd sem tónskáld ársins í Danmörku

Mynd með færslu
 Mynd: Gabrielle Motola - .

Bára tilnefnd sem tónskáld ársins í Danmörku

15.05.2020 - 13:51

Höfundar

Bára Gísladóttir tónskáld er tilnefnd til Carl-verðlaunanna sem tónskáld ársins. Danskir tónlistarútgefendur standa að verðlaununum.

Tónlistarútgefendur í Danmörku veita Carl-verðlaunin árlega þvert á allar tónlistargreinar. Bára Gísladóttir er tilnefnd í flokkinum „tónskáld ársins – kammersveit“ fyrir verkið Music to Accompany Your Sweet Splatter Dreams. 

Verkið var samið fyrir KLANG-tónlistarhátíðina í tilefni af 10 ára afmæli hátíðarinnar og frumflutt af sinfóníuhljómsveitinni Athelas í Svarta demantinum í konunglega bókasafninu í Danmörku. Pierre-André Valade var stjórnandi. Önnur tónskáld sem tilnefnd eru ásamt Báru í flokkinum eru Louse Alenius og Martin Stauning.

 

Verðlaunin verða afhent 24. ágúst í Kaupmannahöfn.

Bára hlaut árið 2018 ein virtustu menningarveðlaun Danmerkur, Léonie Sonning verðlaunin. Í fyrra hlaut hún viðurkenningu stofnunar Carl Nielsen og Anne Marie Carl-Nielsen, sem heiðrar til skiptis tónlistar- og höggmyndlistafólk.

Tengdar fréttir

Klassísk tónlist

Bára Gísladóttir hlýtur danska viðurkenningu

Klassísk tónlist

Ós - Bára Gísladóttir

Klassísk tónlist

Fékk ein virtustu menningarverðlaun Danmerkur