Þar sem Daði sjálfur er staddur í Berlín hóf hann flutning sinn þaðan áður en skipt var yfir í Silfurberg þar sem pappabrúða af Daða var á sviðinu. Í kjölfarið var flakkað um bæinn og mátti sjá íslensku þjóðina dansa með Daða og Gagnamagninu við lagið Think About Things.
Á meðal hápunkta má nefna að forsetahjónin, þau Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid, stigu lipran dans og það sama má segja um ríkisstjórn Íslands. Þá mátti einnig sjá fjölmarga aðra þekkta Íslendinga bregða fyrir í myndbandinu.
Hægt er að horfa á myndbandið í heild sinni hér að ofan.