Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Forsetahjónin dönsuðu með Daða í kvöld

Mynd: RÚV / RÚV

Forsetahjónin dönsuðu með Daða í kvöld

14.05.2020 - 22:07

Höfundar

Fjölmargir óvæntir gestir tóku þátt í lokalagi Eurovision-gleðinnar á RÚV í kvöld þar sem Daði flutti lagið Think About Things. Á meðal þeirra sem dönsuðu með Daða má nefna ríkisstjórnina, starfsfólk Landspítalans, forsetahjónin og fleiri.

Þar sem Daði sjálfur er staddur í Berlín hóf hann flutning sinn þaðan áður en skipt var yfir í Silfurberg þar sem pappabrúða af Daða var á sviðinu. Í kjölfarið var flakkað um bæinn og mátti sjá íslensku þjóðina dansa með Daða og Gagnamagninu við lagið Think About Things. 

Á meðal hápunkta má nefna að forsetahjónin, þau Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid, stigu lipran dans og það sama má segja um ríkisstjórn Íslands. Þá mátti einnig sjá fjölmarga aðra þekkta Íslendinga bregða fyrir í myndbandinu. 

Hægt er að horfa á myndbandið í heild sinni hér að ofan. 

Tengdar fréttir

Tónlist

Ítalía fær 12 stig – Will Ferrell tilkynnti val Íslands

Tónlist

Daði & Gagnamagnið með fullt hús stiga frá Svíum

Tónlist

Horfðu á upphafsatriði Daða Freys í Okkar 12 stigum

Í umræðunni

Fjölbreytt Eurovision-gleði á RÚV