Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Daði & Gagnamagnið með fullt hús stiga frá Svíum

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Daði & Gagnamagnið með fullt hús stiga frá Svíum

14.05.2020 - 21:41

Höfundar

Nú rétt í þessu lauk heimagerðri Eurovision keppni Svía sem líkt og Íslendingar velja sitt uppáhalds lag í keppninni í kvöld. Fór það svo að Daði og Gagnamagnið fengu 12 stig frá bæði áhorfendum og dómnefnd.

Fjölmörg ríki í Evrópu brugðu á það ráð að halda sínar eigin Eurovision keppnir í ljósi þess að ekkert verður af aðalkeppninni í ár. Í Svíþjóð var sá háttur hafði á að bæði dómnefnd sem og áhorfendur gátu valið sitt sigurlag og er skemmst frá því að segja að lagið Think About Things með Daða sigraði báðar kosningar og fékk lagið því stigin 12 frá Svíum. 

Nú styttist í að tilkynnt verði hvaða lag hlýtur stigin 12 frá Íslandi en það verður gert í lok þáttarins Eurovision-gleði - Okkar 12 stig sem nú stendur yfir á RÚV. 

Tengdar fréttir

Tónlist

Horfðu á upphafsatriði Daða Freys í Okkar 12 stigum

Tónlist

Eurovision-gleði - Okkar 12 stig