Lögðu hald á 11 kíló af amfetamíni

Mynd með færslu
 Mynd: Anton Brink - Ruv.is
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá menn í byrjun vikunnar og lagði hald á rúmlega ellefu kíló af amfetamínni. Mennirnir þrír voru úrskurðaðir í allt að tveggja vikna gæsluvarðhald í fyrradag.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir frá málinu í fréttatilkynningu. Þar segir að mennirnir hafi verið handteknir í tengslum við rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi. Amfetamínið fannst við húsleit í fjölbýlishúsi á höfuðborgarsvæðinu. Fullunnið er það 70 milljón króna virði að mati lögreglu. Lögreglan tók líka talsvert af búnaði sem var notaður til að framleiða amfetamínið. Hún lagði líka hald á peninga. 

Lögreglan hefur ráðist í húsleit á fleiri stöðum vegna rannsóknar málsins. 

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV