Ástir - Javier Marias

Mynd: Wikipedia/Forlagið / Wikipedia/Forlagið

Ástir - Javier Marias

13.05.2020 - 16:57

Höfundar

Þetta er saga um ástina og dauðann; um svik og vináttu. Hún er innihaldsrík, einföld á yfirborðinu en afskaplega flókin undir niðri, segir Sigrún Ástríður Eiríksdóttir um skáldsöguna Ástir efftir spænska rithöfundinn Javier Marias sem kom út í þýðingu hennar árið 2012. Ástir eftir Javier Marias er bók vikunnar á rás 1.

Bók vikunnar er Ástir eftir Javier Marias sem kom fyrst út á Spáni árið 2011 og er fimmtánda bók Javier Marias. Umsjónarmaður þáttarins er Jórunn Sigurðardóttir og viðmælendur hennar þau Hermann Stefánsson rithöfundur og Katrín Harðardóttir þýðandi.

Javier Marias er einn virtasti rithöfundur Spánar nú um stundir og hefur sent frá sér vel á annan tug bóka skáldsögur, smásagnasafn og ritgerðarsöfn. Marias hefur um árabil verið fastur penni við spænska dagblaðið El pais. Hann er líka afkastamikill þýðandi og hefur þýtt alla helstu höfunda breskra og bandarískra bókmennta eins og Henry James, Faulkner og Nabukov auk Shakespear og Lawrenc Sterne. 

Ástir er eina skáldsaga Marias sem hefur komið út á íslensku en þekktasta verk hans er væntanlega þríleikurinn Tu rostro mañana  (Andlit þitt á morgun) sem koma út á árunum 2002, 2004 og 2007 sem talað var um sem fyrsta meistaraverk bókmenntanna á 21. öldinni og hefur gert að verkum að Javier er gjarnan nefndur þegar spáð er í nýja verðandi handhafa Nóbelsverðlaunanna. 

Elísabet Indra Ragnarsdóttir ræddi við Sigrúnu Ástríði Eiríksdóttur þýðanda skáldsögunnar Ástir eftir Javier Marias hér í Víðsjá í febrúar 2013.