Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Ragnarök fótboltans

Mynd: EPA / EPA

Ragnarök fótboltans

12.05.2020 - 15:41
Fótboltavellir heimsins hafa verið tómir í faraldrinum sem nú geisar og fjárhagslegt tjón vegna þess er gríðarlegt. Allra leiða er leitað til að koma sirkusnum af stað að nýju svo peningarnir fari aftur að flæða í galtómar fjárhirslur félaganna. Enska knattspyrnan er krúnudjásn fótboltans og þar er allsendis óvíst um framhaldið. Hvert lið gæti tapað um 100 milljónum punda eða 18 milljörðum króna.

Ríkisstjórn Bretlands tilkynnti í gær að engar íþróttir fari af stað í landinu fyrr en í fyrsta lagi 1. júní. Þá verður annað skref aðgerðanna kynnt og stefnt er að því að þegar íþróttamót hefjist þá verði leikið fyrir luktum dyrum en leyfilegt að sýna leikina í sjónvarpi. Allt byggist þetta á því að vel takist til við að stöðva framgang veirunnar. Gangi það ekki eftir, verður afléttingu banna frestað. Þá er enn miðað við 14 daga sóttkví og það getur haft mikil áhrif á hin ýmsu lið og ekki má gleyma að margir Evrópuleikir eiga einnig eftir að fara fram. Það er því alls óvíst með framhaldið.

epa06511672 Tottenham Hotspur's Harry Kane (L) celebrates scoring a goal with teammate Son Heung-min (R) during the English Premier League soccer match between Tottenham Hotspur and Arsenal at Wembley Stadium, London, Britain, 10 February 2018.  EPA-EFE/NEIL HALL EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 75 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
 Mynd: EPA

Enskir miðlar greindu frá því í morgun að félögin gætu þurft að endurgreiða sjónvarpsréttarhöfum 340 milljónir punda eða vel yfir 60 milljarða króna, jafnvel þótt leiktíðin verði kláruð án áhorfenda. Það þykir ekki söluvænlegt að sýna leiki án áhorfenda á skrítum útsendingartíma og á miðju sumri. Verði leiktíðin blásin af gæti endurgreiðslan verið ríflega tvöfallt hærri eða 760 milljónir punda. Það jafngildir 140 milljörðum króna. Á fundi liðanna í gær kom fram hörð andstaða við hugmyndir um að leika á hlutlausum völlum eins og stjórnvöld hafa lagt til. Lið í fallbaráttu eru mjög andnúin þessu og forsvarsmenn Watford, Aston Villa og Brighton hafa til að mynda talað eindregið gegn þessu. Á fundinum í gær var í fyrsta skipti ræddur sá möguleiki að stytta tímabilið með einhverjum hætti og einnig var þeim möguleika velt upp í fyrsta skipti að aflýsa yfirstandi leiktíð. Draumur þeirra er þó enn að hefja leika að nýju 12. júní.

epa07845023 Referee Anthony Taylor helps up Arsenal's Sead Kolasinac during an English Premier League soccer match against Watford at Vicarage Road in Watford, Britain, 15 September 2019.  EPA-EFE/ANDY RAIN EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications
 Mynd: EPA

Í grunninn snýst þetta allt um peninga en það er erfitt að leggja líf og heilsu manna í hættu til að halda leiknum gangandi. Félögin í ensku úrvalsdeildinni eru sammála um það eitt að klára verði leiktíðina - The show must go on eins og þeir segja upp á engilsaxnesku. Í yfirlýsingu eftir fund liðanna í byrjun mánaðarins sagði einfaldlega að félögin skuldbindu sig til að klára leiktíðina til að viðhalda heilindum og heiðarleika í fótboltanum. Það er ákveðin sanngirni í að niðurstaða náist á leikvellinum en ekki reykfylltum bakherbergjum. Fjárhagslega skiptir það sköpum fyrir félögin, hvort þau komast í Evrópukeppni eða falla jafnvel niður um deild. Liverpool er hársbreidd frá Englandsmeistaratitlinum og þar vilja menn gjarnan innsigla þann árangur með eðlilegum hætti. Liðið hefur þurft að bíða eftir þessu í þrjátíu ár.

epa07951658 Manchester City's goalkeeper Ederson in action during the English Premier League soccer match between Manchester City and Aston Villa held at the Etihad Stadium in Manchester, Britain, 26 October 2019.  EPA-EFE/PETER POWELL EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications
 Mynd: EPA

Þetta snýst fyrst og fremst um peninga. Richard Masters, framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar segir að verði leiktíðin ekki kláruð þá verði félögin af einum milljarði punda hið minnsta. Það jafngildir að lágmarki hundrað og áttatíu milljörðum króna og munar um minna. Sjónvarpsrétturinn skiptir þar mestu og þar hafa stærri liðin fengið stærri sneið af kökunni og hafa því mestu að tapa. Með töpuðum kostunarsamningum og töpuðum tekjum á leikdegi er talið að stærstu klúbbarnir geti orðið af 100 milljónum punda, hvert og eitt. Félögin vilja leggja allt í sölurnar til að boltinn fari aftur að rúlla, sem allra allra fyrst.

epa07766061 Manchester City players celebrate during the English Premier League soccer match between West Ham and Manchester City at the London Stadium, London, Britain, 10 August 2019.  EPA-EFE/WILL OLIVER EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications
 Mynd: EPA

Steve Parish, stjórnarformaður Crystal Palace, talar fyrir munn margra þegar hann segir að vissulega snúist þetta um peninga en líf og heilsa manna verði aldrei sett í hættu. Það verði ekkert spilað fyrr en fyllsta öryggis verði gætt. Sjálfur segist hann þess fullviss að unnt verði að tryggja öryggi leikmanna og annarra og segir að liðin standi frammi fyrir sömu áskorunum í haust þegar nýtt keppnistímabil eigi að hefjast. Best sé að byrja að leysa fyrirsjáanleg vandamál sem fyrst. Steve Parish hefur reyndar dregið aðeins í land og leggur þunga áherslu á allar varúðarráðstafanir. Frank Lampard, knattspyrnusjóri Chelsea, segir einfaldlega að allt sé gert til að boltinn fari aftur að rúlla en það verði ekki gert með því að stefna heilsu manna í hættu. Í raun vilja allir að hægt verði að spila aftur en eingöngu ef það er öruggt. Gallinn er sá að enginn veit hvernig veiran á eftir að haga sér og það er á endanum kórónuveiran sem ræður för.

epa07426823 Liverpool's Roberto Firmino reacts during the English Premier League soccer match between Liverpool and Burley held at the Anfield in Liverpool, Britain, 10 March 2019.  EPA-EFE/PETER POWELL EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications
 Mynd: EPA

Mest andstaða við að hefja leika að nýju er eðlilega meðal liða í neðri hluta deildarinnar og rætnar tungur segja þau reyna allt til að tefja málið í von um að tímabilinu verði aflýst og engin lið falli niður um deild. Þessi lið leggja mikla áherslu á nauðsynlegar öryggisráðstafanir, telja afar ósanngjarnt að þessir 92 leikir sem eftir eru, verði spilaðir á hlutlausum völlum og svo framvegis. Knattspyrnusamband Evrópu hefur gefið það út að ákvörðun um hvort leikið verði til þrautar eða ekki, verði að liggja fyrir 25. maí. Það er því ekki langur tími til stefnu og miklir hagsmunir í húfi.