Pabbi kynnti sum af mínum uppáhaldslögum fyrir mér

Mynd með færslu
 Mynd: Billie Eilish

Pabbi kynnti sum af mínum uppáhaldslögum fyrir mér

12.05.2020 - 14:31
Söngkonan Billie Eilish hefur unnið flest öll sín lög með bróður sínum, Finneas O´Connell. Núna er hún byrjuð að vinna með föður sínum líka en þau eru nýbyrjuð með útvarpsþátt sem eru aðgengilegir á streymisveitunni Apple Music.

Þættirnir heita Me & Dad Radio. Í þáttunum tala þau saman um sín uppáhaldslög og -tónlistarfólk. Í viðtali við Zane Lowe segir Billie Eilish að hún og pabbi hennar, Patrick O'Connell, hafi verið dugleg að leyfa hvort fyrir öðru að heyra tónlist sem þau halda upp á, frá því hún man eftir sér og nú vilja þau deila þessari tónlist með þeim sem hafa áhuga á. Hún segir að faðir hennar hafi leyft henni að heyra lög sem sum eru hennar uppáhaldslög í dag og öfugt.

Fyrsti þátturinn kom út 8. maí auk lagalista yfir uppáhaldslög þeirra sem þau fjölluðu um í þættinum.

Útvarpsþættirnir er þó ekki það eina sem Billie hefur verið að gera á þessum skrítnu tímum. Hún er búin að vera mikið í stúdíóinu með bróður sínum að vinna í nýju efni og segir von á nýju efni frá henni von bráðar.