Krasinski hefur haldið úti YouTube þáttunum Some Good News síðan í lok mars til þess að reyna að gleðja og skemmta þeim sem hafa orðið fyrir áhrifum Covid-19. Á sunnudag bauð hann Susan og John að koma í þáttinn (í gegnum fjarfundarbúnað að sjálfsögðu) en þau höfðu sent honum myndband af bónorði John sem að stældi atriðið í The Office þar sem Jim, karakter Krasinski, biður Pam um að gifta sig.
Hann ákvað því að koma parinu lukkulega á óvart, lét vígja sig til prests og tilkynnti þeim að þau væru að fara að gifta sig á nákvæmlega þessu augnabliki, í gegnum netið. Þá kynnti hann til leiks fjölskyldur parsins og vini auk þess sem Jenna Fishcer, sem leikur Pam í þáttunum, mætti óvænt til þess að vera brúðarmær.