Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Leggur til að Sigurður Tómas verði hæstaréttardómari

12.05.2020 - 21:34
Mynd með færslu
 Mynd: Úr einkasafni
Þórdís Kolbrún Reykjförð Gylfadóttir, settur dómsmálaráðherra, hefur lagt til við forseta Íslands að Sigurður Tómas Magnússon, dómari við Landsrétt, verði skipaður dómari við Hæstarétt Íslands frá 18. maí. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins.

Aðrir umsækjendur um embættið voru Aðalsteinn E. Jónasson, dómari við Landsrétt, og Sigríður J. Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari. Við skipun Sigurðar Tómasar í Hæstarétt losnar eitt embætti dómara við Landsrétt og verður það auglýst laust til umsóknar innan tíðar.

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir