Klósett verður japanskt kaffihús, fræðibók að skemmtun

Mynd: RÚV / Menningin

Klósett verður japanskt kaffihús, fræðibók að skemmtun

12.05.2020 - 14:40

Höfundar

„Það er þekkt hvað það er brjálæðislega erfitt að teikna hross en með þessari bók langar mig að reyna að ná þessum íslenska karakter, þá held að ég að ég sé vel sett,“ segir Rán Fylengring listamaður sem vinnur nú fyrir opnum tjöldum í Ámsundarsal að næstu bók sinni og Hjörleifs Hjartarsonar sem fjallar um íslenska hestinn.

Tvíeykið gaf í fyrra út bókina Fuglar, sem sýnir íslensku fuglafánuna frá óvanalegum sjónarhóli. „Núna á þessu ári kemur út bók sem er svona sjálfstætt framhald af þeirri bók og er um íslenska hestinn. Ég verð hér [í Ásmundarsal ]í tvo mánuði að teikna þessa bók og það verður gert fyrir opnum dyrum þannig að allt ferlið er opið. Ég hengi upp verkin jafnóðum þannig að þetta er bæði svona bók í vinnslu og sýning,“ segir Rán.

Fjölnis saga Þorgeirssonar

Að hennar sögn er markmið bókarinnar að höfða til stærri hóps en vanalega les sér til um íslenska hestinn. „Hestabækur vilja verða rosalegar sérfræðibækur sem oft takmarkast við þann hóp sem hefur áhuga á hestum sem eru hestamenn. Eins og Fuglabókin var ekki gerð til að vera fuglabók fyrir fuglasérfræðinga, heldur alla, og opna augu fólks líka fyrir fuglum og okkur langar svakalega til að þessu bók nái eyrum og augum þeirra sem hafa ekki sérstakan áhuga á hestum.“

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Menningin

Hjörleifur hefur safnað sögum um hesta úr ýmsum áttum og tímum í Íslandssögunni. „Þetta eru sögur úr bæði norænni goðafræði og svo Fjölnis saga Þorgeirssonar, sú fræga, þegar hann vippaði þeim upp úr Tjörninni og alls konar svoleiðis. Svo kem ég inn með alls konar fróðleik varðandi allt sem við vitum og vitum ekki, til dæmis um liti, svart er brúnt og allt þetta. Þetta er úr alls konar hornum.“Þetta eru sögur úr bæði norænni goðafræði og svo Fjölnis saga Þorgeirssonar, sú fræga, þegar hann vippaði þeim upp úr Tjörninni og alls konar svoleiðis. Svo kem ég inn með alls konar fróðleik varðandi allt sem við vitum og vitum ekki, til dæmis um liti, svart er brúnt og allt þetta. Þetta er úr alls konar hornum.“

Ná karakternum

Rán hefur um árabil verið í hestamennsku og þekkir viðfangsefnið vel, en hún bæði tamdi og þjálfaði hross. „Það eru margir sem sérhæfa sig í að teikna hross, anatómískt rétt, með mikið fax og og það er kannski ekki þangað sem ég ætla en að ná karakternum í íslenskum hestinum, þar held ég að komi sér vel að ég hafi verið og sé í hestamennsku. Það eru fáir sem ná því, ég held að Halldór Pétursson sé svona meistarinn í að ná þessu.“

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Menningin

Í samkomubanninu sat Rán síst auðum höndum. Hún hrinti hugmynd í framkvæmd sem hafði lengi blundað innra með henni: að breyta baðherberginu sínu í svarthvíta tvívíða draumaveröld, sem var innblásinn af áþekku rými á japönsku kaffihúsi. „Þetta baðherbergi er náttúrulega orðið svolítið lúið og ég hef forðast það eins og heitan eldinn og farið bara í sund alltaf. Ég hef eiginlega varla farið í sturtu hérna inni. Svo erum við föst hér og ég bara einhvern veginn varð að gera eitthvað og þá kom til mín úr öllum áttum kom þetta japanska kaffihús sem þetta er inspírerað af. Ég fékk það algjörlega á heilann og pantaði, af því að við máttum náttúrulega ekki fara út, svarta málningu úr Byko. Það tók einhverja daga að koma, það var sumardagurinn fyrsti og eitthvað og ég var sko eins og, ég lá hérna í glugganum og beið eftir henni og svo kom málningin loksins og þá voru þetta svona tveir, þrír dagar, eitthvað svoleiðis, það var ekkert lengur en það.“

Opna vinnustofa Ránar stendur til 20. júní, nánari upplýsingar má finna hér.

Tengdar fréttir

Kvikmyndir

Ísland á fyrri hluta 20. aldar slær í gegn

Bókmenntir

Brýndi sverð með kampavíni til að verja vísindin

Bókmenntir

„Ég veit ekki hvort ég eigi að þora að segja það“

Menningarefni

Menningarvitinn: Rán Flygenring