Árás á sjúkrahús í Kabúl

Afghan and foreign security personnel stand guard in front of a hospital after gunmen attacked, in Kabul, Afghanistan, Tuesday, May 12, 2020. Gunmen stormed a maternity hospital in the western part of the Afghan capital, setting off a gun battle with the police and several people were reported wounded. (AP Photo/Rahmat Gul)
Öryggissveitarmenn við sjúkrahúsið í Kabúl í morgun. Mynd: ASSOCIATED PRESS - AP
Vopnaðir menn réðust inn á sjúkrahús í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í morgun og hafa geisað þar bardagar milli þeirra og öryggissveita.

Að sögn afganska innanríkisráðuneytisins hafa sérsveitarmenn bjargað fleiri en áttatíu sjúklingum. Læknir sem komst undan kvaðst hafa heyrt sprengingu við innganginn að sjúkrahúsinu, en síðan hefði skapast algjör glundroði enda þar fullt af sjúklingum og hjúkrunarfólki.

Þá féllu eða særðust tugir manna í sjálfsvígsárás við jarðarför í Nangarhar-héraði í austurhluta Afganistans í morgun. Haft var eftir embættismanni að um fjörutíu hefðu látið lífið eða særst.

 

 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi