Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Vildu stöðva rannsókn á stríðsglæpum í Palestínu

epa05038559 Exterior view on the new home of the International Criminal Court (ICC) in The Hague, The Netherlands, 23 November 2015. The court, governed by the Rome Statute, is the first permanent, treaty based, international criminal court established to help end impunity for the perpetrators of the most serious crimes of concern to the international community.  EPA/MARTIJN BEEKMAN
Hús Alþjóðaglæpadómstólsins í Haag. Mynd: EPA - ANP
Áströlsk stjórnvöld lögðu fram beiðni um að Alþjóðaglæpadómstóllinn hætti rannsókn sinni á meintum stríðsglæpum í Palestínu, þar sem Palestína væri ekki eiginlegt ríki. Rannsóknin beinist að árásum á almenna borgara, pyntingar, árásir á sjúkrahús og notkun mannlegra skjalda. 

Að sögn breska dagblaðsins Guardian töluðu Ísraelsmenn Ástrali inn á koma beiðninni fram. Ísraelar eiga sjálfir ekki aðild að dómstólnum. Skrifstofa saksóknara við dómstólinn hefur þegar hafnað beiðninni. 

Saksóknari við Alþjóðaglæpadómstólinn skilaði í desember skýrslu eftir fimm ára frumrannsókn um ástandið í Palestínu. Niðurstaða hennar var sú að rökstuddur grunur léki á að þar hafi stríðsglæpir verið framdir eða væru framdir.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV