Anna og Olga hafa nýlega gefið út glæsilega bók um verkið sem heitir einfaldlega Fangelsið. Víðsjá hélt í lautarferð listakonunum sem sögðu frá verkefninu rétt utan við fangelsið.
Flug fugla og eftirlit
Verkið er þríþætt. Í fyrsta lagi hafa listakonurnar komið upp verki sem þær kalla Trjásafn í aðkomugarði fangelsins þar sem nokkrar trjátegundir voru gróðursettar, en þar settu þær líka upp fuglahótel sem fljótlega voru nýtt fyrir hreiður. Í öðru lagi eru teikningar á veggjum í útivistargörðum fanga af flugi fugla sem eru algengir á svæðinu. „Þar reyndum við að elta hreyfingar fugla á flugi og yfirfæra þær yfir í tvívíðar teikningar sem síðan voru fræstar og hoggnar út í steinsteypta veggi,“ segja listakonurnar. Í þriðja lagi er hægt að fylgjast með beinni útsendingu úr fuglahótelunum inni á bókasafni fangelsins.