Flúði lögregluna á hlaupum

09.05.2020 - 09:58
Mynd: Guðmundur Bergkvist / RÚV
Lögreglan stöðvaði bíl á Bústaðaveginum á tíunda tímanum í morgun. Að minnsta kosti einn úr bílnum forðaði sér á hlaupum og eltu lögreglumenn hann uppi.

Fjölmennt lögreglulið var á staðnum á bæði bílum og vélhjólum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu leikur grunur á að ökumaðurinn hafi verið ölvaður við akstur en frekari upplýsingar um málið hafa ekki fengist. 

Viðbót kl. 11.48 .
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var bíllinn tekinn ófrjálsri hendi. Fimm voru handteknir en allir látnir lausir aftur eftir skýrslutöku nema ökumaðurinn. 

Jón Hákon Halldórsson
Fréttastofa RÚV