Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Efling og sveitarfélögin funda í dag

Mynd með færslu
 Mynd: Eggert Þór Jónsson - RÚV
Efling og Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga funda hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu í dag. Síðast var fundað á fimmtudagskvöld í þrjár klukkustundir án árangurs.

Verkfall á þriðja hundrað félagsmanna Eflingar hjá Kópavogsbæ, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesbæ og Sveitarfélaginu Ölfusi hófst á þriðjudag. Verkfallið hefur meðal annars haft áhrif á starfsemi grunn- og leikskóla. Samningar hafa verið lausir í rúmt ár og lítill árangur náðst á samningafundum hingað til.