Báðir ökumenn reyndust ölvaðir í umferðarslysi

Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson
Lögregla handtók mann og konu á höfuðborgarsvæðinu klukkan ellefu í gærkvöld vegna gruns um fíkniefna- og lyfjasölu. Konan er jafnframt grunuð um akstur undir áhrifum fíkniefna. Lögregla lagði hald á ýmis efni og peninga en þau voru bæði látin laus að skýrslutöku lokinni.

Þá varð umferðarslys í Háaleitis- og Bústaðahverfi um sjöleytið í gærkvöld. Bifhjóli var ekið aftan á bifreið við gatnamót. Báðir ökumenn reyndust ölvaðir og voru fluttir á lögreglustöð til sýna- og skýrslutöku. Þeir voru látnir lausir eftir það.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar kemur einnig fram að nokkrir ökumenn eru grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.

elsamd's picture
Elsa María Guðlaugs Drífudóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi