Björgvin er ósáttur við að myndinni hafi verið breytt. Hann segir aðstandendur sýningarinnar hafa óskað eftir leyfi, en enginn hafi beðið sig um leyfi til að fjarlægja sígarettuna af myndinni.
„Mér finnst það mjög slæmt. Ég er mjög ósáttur við það,“ segir Björgvin og tekur fram að sígarettan hafi, ásamt skyrtunni sem Bubbi var í, sé hluti af stílnum á myndinni. Björgvin segist þó ekki reykja og hann sé alls ekki að réttlæta reykingar.