Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Ljósmyndarinn ósáttur við breytinguna á Bubba-myndinni

Mynd með færslu
Upphaflega var kynningarefni Borgarleikhússins svona og Bubbi með sígarettu í munninum. Mynd: borgarleikhus.is

Ljósmyndarinn ósáttur við breytinguna á Bubba-myndinni

08.05.2020 - 10:30

Höfundar

„Það var kveikt í sígarettunni sérstaklega fyrir myndatökuna. Það er rangt að hann hafi keðjureykt sérstaklega. Þetta var stíll sem við vildum hafa,“ segir Björgvin Pálsson ljósmyndari. Björgvin tók myndina af Bubba Morthens sem notuð hefur verið til að kynna söngleikinn Níu líf, um feril Bubba, sem á að sýna í Borgarleikhúsinu.

Björgvin er ósáttur við að myndinni hafi verið breytt. Hann segir aðstandendur sýningarinnar hafa óskað eftir leyfi, en enginn hafi beðið sig um leyfi til að fjarlægja sígarettuna af myndinni.

„Mér finnst það mjög slæmt. Ég er mjög ósáttur við það,“ segir Björgvin og tekur fram að sígarettan hafi, ásamt skyrtunni sem Bubbi var í, sé hluti af stílnum á myndinni. Björgvin segist þó ekki reykja og hann sé alls ekki að réttlæta reykingar.

Mynd með færslu
Myndin fyrir utan Borgarleikhúsið. Áður var Bubbi með sígarettu í munnvikinu. Hún hefur verið fjarlægð. Mynd: Þór Ægisson - RÚV

Björgvin segir myndina sem prýddi Samúel vera hluta af myndum sem þeir tóku sér til skemmtunar. „Svo leist þeim vel á þetta í Samúel og keyptu þetta,“ segir Björgvin. Á þeim tíma sem myndin var tekin var verið að gera albúmið á plötu hljómsveitarinnar Egó og myndi höfði til ýmissa atriða sem unnið var með á Egó albúminu. Myndin birtist síðan í Samúel

Björgvin reiknar þó ekki með því að gera athugasemdir út af myndinni. „Þetta er viss frelsissvipting, að taka sígarettuna því hún var nú kannski stærsti hlutinn af myndinni,“ segir Björgvin og bendir á að sígarettan hafi örugglega verið það sem Borgarleikhúsið var að sækja í þegar ákveðið var að nota myndina til að kynna söngleikinn.

Tengdar fréttir

Borgarleikhúsinu barst kæra vegna sígarettunnar

Menningarefni

Breyttu mynd af Bubba eftir ábendingar

Menningarefni

Bubbi um rettuna: „Auðvitað er þetta ritskoðun“