Þrír menn voru handteknir í Hafnarfirði í gærkvöld, grunaðir um framleiðslu fíkniefna. Samkvæmt dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru þeir einnig handteknir vegna gruns um vörslu fíkniefna og brots á vopnalögum. Að lokinni skýrslutöku voru þeir svo látnir lausir. Ekki er greint frá því í dagbókinni hvort, og þá hversu mikið magn fíkniefna var haldlagt.