Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Níu ræningjar handteknir í Síle

06.05.2020 - 03:37
epa08396656 A homeless person is seen sitting beside an armored vehicle of the Carabineros Special Forces this Friday during a small gathering in Plaza Italia in Santiago, Chile, 01 May 2020, on the occasion of the celebration of International Workers' Day.  EPA-EFE/Alberto Valdés
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Níu eru í varðhaldi vegna eins stærsta ráns í síleskri sögu. 15 milljónum bandaríkjadala, jafnvirði um tveggja milljarða króna, var rænt í reiuðfé á flugvelli í Santiago í mars. Gonzalo Blumel, innanríkisráðherra Síle, hrósaði lögreglunni fyrir að leysa málið innan tveggja mánaða. 

Átta voru handteknir í gær eftir að sá fyrsti var handtekinn fyrir nokkru. Alls komst lögregla einnig yfir um 122 þúsund dali af þeim sem var rænt. Meðal hinna handteknu er foringi glæpagengisins, að sögn Hector Espinosa, yfirmanns rannsóknarlögreglunnar í Síle. Hann bætti því við að flestir aðrir í genginu væru atvinnukrimmar. Flestir hafi þeir áður komið við sögu lögreglunnar. 

Ránið var framið 9. mars. Fimm vopnaðir menn tóku þá stjórnina á brynvörðum öryggisbíl á frakt-flugstöð á flugvelli í Santiago. Þeir yfirbuguðu öryggisveðri og komust undan með reiðuféð, alls 14 milljónir bandaríkjadala og eina milljón evra. Peningarnir komu að utan og voru á leið í síleska banka. 

Ránið er það næst stærsta í sögu Síle. Árið 2017 náði glæpaklíka að hafa með sér jafnvirði 19 milljóna dala frá skrifstofu flutningafyrirtækis skammt frá Santiago. 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV