Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Mikill eldur í háhýsi í Sharjah

Mynd: EBU / EBU
Mikill eldsvoði braust út í háhýsi í borginni Sharjah í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í gærkvöld. Húsið telur 48 hæðir og samkvæmt myndum af vettvangi að dæma varð það nánast alelda. Sjö eru sagðir slasaðir í eldsvoðanum. Drónar og yfir tugur slökkviliðsbíla voru sendir á vettvang til að reyna að ná tökum á eldinum.

Eldurinn kviknaði um klukkan níu í gærkvöld að staðartíma. Viðbragðsaðilar rýmdu minnst fimm byggingar í nágrenni við háhýsið. 
 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV