Lokað á útsendingar stærstu fjölmiðlasamsteypunnar

06.05.2020 - 06:41
epa08402483 A view of ABS-CBN network headquarters in Quezon City, Metro Manila, Philippines, 05 May 2020. Reports stated that the National Telecommunications Commission (NTC) issued on 05 May a Cease-and-Desist Order for ABS-CBN to stop broadcasting on television and radio, a day after the company's 25-year operating franchise expired.  EPA-EFE/ROLEX DELA PENA
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Filippeysku ljósvakasamsteypunni ABS-CBN, sem nýtur hvað mestrar hylli í landinu, var gert að hætta útsendingum í gær. Útsendingaleyfi samsteypunnar rann út á mánudag, og skipuðu yfirvöld henni að hætta útsendingum í gær. Forsetinn Rodrigo Duterte hefur ítrekað verið gagnrýndur á stöðvum hennar, meðal annars fyrir að þagga niður í fjölmiðlum.

Skömmu áður en útsending var rofin greindi framkvæmdastjórinn Mark Lopez áhorfendum frá því að honum þætti aðgerðin miður. Honum þætti einnig leitt að með því missi milljónir landsmanna þjónustu sem þeim hefur þótt mikilvæg. 

Stjórn ABS-CBN sendi frá sér yfirlýsingu til þingmanna í gær þar sem þeir voru hvattir til þess að endurnýja leyfi fyrirtækisins. Stjórnin sagðist treysta því að ríkisstjórnin taki ákvörðun um stöðina út frá hagsmunum þjóðarinnar, og viðurkenni hlutverk ABS-CBN og tilraunir þess til að flytja nýjustu fréttir og upplýsingar á þessum erfiðu tímum. 

Duterte hefur átti í miklum deilum við ABS-CBN allt frá ákvörðun stjórnenda um að birta ekki kosningaauglýsingar fyrir forsetakosningarnar 2016. Um 11 þúsund vinna hjá samsteypunni, sem á og rekur útvarps- og sjónvarpsstöðvar í Filippseyjum, auk vefmiðla. 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi