Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Gengu á legsteinum gyðinga í miðborg Prag

06.05.2020 - 07:01
epa08213395 A man walks on cobblestones on a street near Wenceslas Square in Prague, 12 February 2020. Three fragments of Jewish tombstones that were desecrated during the Communist regime in what was then Czechoslovakia and later used as cobblestones on Prague's streets, have been identified and returned to the local Jewish community, which is preparing an appropriate site at a cemetery n the Czech capital. The tombstones were probably taken from cemetery in Udlice in nothern Bohemia. During the communist regime, the Jewish gravestones often served as building material, partly also for paving the Prague's pedestrian zones.  EPA-EFE/MARTIN DIVISEK
 Mynd: EPA
Tugir útskorinna brota af legsteinum gyðinga fundust við endurbætur á helstu ferðamannaslóðum í Prag í Tékklandi í gær. Fundurinn staðfestir sögusagnir um að tékkneska kommúnistastjórnin hafi á sínum tíma sótt byggingaefni í bænahús gyðinga og grafreiti. 

Legsteinarnir voru notaðir sem gangstéttarefni þegar Wenceslas-torg var gert að torgi fyrir gangandi vegfarendur á níunda áratug síðustu aldar. Stolt sýndi kommúnistastjórnin í Tékkóslóvakíu Mikael Gorbatsjev Sovétleiðtoga torgið í opinberri heimsókn hans árið 1987. 

Rabbíinn Chaim Koci fylgdist með verkamönnum grafa upp steinana. Á neðri hluta þeirra mátti sjá áletranir á hebresku, Davíðsstjörnur og dánardægur. Aðrir voru án áletrana, en það vel pússaðir að allar líkur eru á að þeir hafi verið teknir frá grafreitum. 

Guardian hefur eftir Koci að gyðingar líti á þetta sem mikilvæga staðfestingu á því að þeir hafi haft rétt fyrir sér. Þar til nú var þetta aðeins orðrómur. „Þetta eru legsteinar af gröfum fólks sem hefur jafnvel verið látið í hundrað ár og nú liggja þeir hér. Það er ekki fallegt," hefur Guardian eftir honum. 

Ekki er hægt að greina hverjum legsteinarnir tilheyrðu þar sem búið er að höggva þá í sundur. Einn virðist tilheyra einhverjum sem lést 1877, þegar Prag var hluti Habsborgarveldisins, á meðan annar sýnir dánardægur frá áttunda áratug síðustu aldar. 
Borgaryfirvöld hyggjast safna steinunum saman og setja upp minningarreit í gamla gyðingagrafreitnum í Zizkov-hverfi borgarinnar. Hluti hans var vanhelgaður á tímum kommúnistastjórnarinnar, meðal annars til þess að gera almenningsgarð og reisa sjónvarpsturn.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV