EM og HM í 50 metra laug frestað um ár

epaselect epa08047309 Anton Sveinn McKee of Iceland competes in the Men's 200m Breaststroke Final at the LEN European Short Course Swimming Championships 2019 in Glasgow, Scotland, Britain, 05 December 2019.  EPA-EFE/ROBERT PERRY
 Mynd: EPA

EM og HM í 50 metra laug frestað um ár

06.05.2020 - 21:02
Evrópu- og heimsmeistaramótinu í 50 metra laug í sundi hefur verið frestað um ár en þau áttu að vera á þessu ári og næsta.

EM í 50 metra laug átti að vera í Búdapest og hefjast núna 11. maí en hefur verið fært um ár, til 10. maí á næsta ári í sömu borg. Þá hefur heimsmeistaramótinu í 50 metra laug einnig verið frestað en það átti að hefjast 13. maí 2021 en hefur verið frestað um ár svo mótin skarist ekki og verður haldið í Fukuoka í Japan 13.-29. maí 2022.

Tengdar fréttir

Sund

Ein fremsta sundkona landsins óviss um framtíðina

Sund

Anton Sveinn: Hægt að koma út úr þessu á góðum stað