COVID-19: Þúsundir látnar í Rómönsku-Ameríku

06.05.2020 - 10:34
epa08392450 Workers bury a casket of a person victim allegedly of COVID-19 during the funeral at Vila Formosa en Sao Paulo, Brazil, 29 April 2020.  EPA-EFE/FERNANDO BIZERRA JR
Greftrun í Sao Paulo í Brasilíu. Mynd: EPA-EFE - EFE
Yfir 15.000 hafa látist úr COVID-19 í Rómönsku-Ameríku og ríkjum við Karíbahaf samkvæmt samantekt fréttastofunnar AFP. Fleiri en 280.000 hafa greinst þar með kórónuveiruna.

Flest eru tilfellin í Brasilíu, þar sem veiran greindist fyrst í Rómönsku-Ameríku 26. febrúar. Þar hafa um 115.000 greinst með veiruna, en nærri 8.000 hafa látist af hennar völdum. Í Mexíkó hafa nærri 2.300 dáið úr COVID-19, en nærri 1.600 í Ekvador. 

PAHO, heilbrigðissamtök Ameríkuríkja, hvetja ríkisstjórnir til að fara varlega í sakirnar við að draga úr takmörkunum sem settar voru til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi