Yang, sem meðal annars unnið til þriggja gullverðlaun á Ólympíuleikum, neitaði að gefa blóð- og þvagsýni í september 2018 þegar sérfræðingar mættu á heimili hans og eyðilagði fyrri blóðsýni sem höfðu verið tekin. Alþjóðasundsambandið ákvað í framhaldinu að setja Yang ekki í keppnisbann á þeim forsendum að ekki hefði verið staðið rétt að málum þegar taka átti sýnið. Alþjóðalyfjaeftirlitið sætti sig hins vegar ekki við það og áfrýjaði þeirri ákvörðun til Íþróttadómstólsins CAS sem dæmdi Yang í átta ára bann.
Hann hefur nú áfrýjað niðurstöðu CAS til alríkisdómstóls í Sviss en Íþróttadómstóllinn, CAS, er staðsettur þar í landi. Alríkisdómstóllinn mun þá úrskurða hvort niðurstaða CAS hafi verið réttmæt og löggild.