Yang áfrýjar eftir að hafa verið dæmdur í átta ára bann

epa08402743 (FILE) - Sun Yang (R) of China reacts after competing in the men's 800m Freestyle heats during the Swimming events at the Gwangju 2019 FINA World Championships in Gwangju, South Korea, 23 July 2019 (re-issued on 05 May 2020). China's multiple Olympic swimming champion Sun Yang has lodged an appeal to the Swiss federal court in an effort to take part in the Tokyo Olympic Games, media reports stated on 05 May 2020. Sun Yang has been banned from competing for eight years for breaking anti-doping rules by the Court of Arbitration for Sport (CAS).  EPA-EFE/PATRICK B. KRAEMER
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Yang áfrýjar eftir að hafa verið dæmdur í átta ára bann

05.05.2020 - 19:03
Kínverski sundmaðurinn Sun Yang, sem dæmdur var í átta ára keppnisbenn í febrúar, hefur áfrýjað dómnum

Yang, sem meðal annars unnið til þriggja gullverðlaun á Ólympíuleikum, neitaði að gefa blóð- og þvagsýni í september 2018 þegar sérfræðingar mættu á heimili hans og eyðilagði fyrri blóðsýni sem höfðu verið tekin. Alþjóðasundsambandið ákvað í framhaldinu að setja Yang ekki í keppnisbann á þeim forsendum að ekki hefði verið staðið rétt að málum þegar taka átti sýnið. Alþjóðalyfjaeftirlitið sætti sig hins vegar ekki við það og áfrýjaði þeirri ákvörðun til Íþróttadómstólsins CAS sem dæmdi Yang í átta ára bann.

Hann hefur nú áfrýjað niðurstöðu CAS til alríkisdómstóls í Sviss en Íþróttadómstóllinn, CAS, er staðsettur þar í landi. Alríkisdómstóllinn mun þá úrskurða hvort niðurstaða CAS hafi verið réttmæt og löggild.