David Beckham les Harry Potter fyrir aðdáendur

Mynd með færslu
 Mynd: Wizarding World - YouTube

David Beckham les Harry Potter fyrir aðdáendur

05.05.2020 - 15:03
Harry Potter og viskusteinninn, fyrsta bókin í bókaflokknum um galdrastrákinn vinsæla, verður brátt aðgengileg á netinu í heild sinni lesin af fólki á borð við fótboltagoðsögnina David Beckham .

Harry Potter aðdáendur út um allan heim geta glaðst í dag en allir sautján kaflarnir úr fyrstu Harry Potter bókinni verða birtir á netinu og á Spotify vikulega næstu vikur. Hægt verður að sjá og hlusta á kunnugleg andlit úr galdraheiminum, ásamt leikurum og öðrum stjörnum lesa sinn uppáhalds kafla í þessari yfirnáttúrulegu bók. Daniel Radcliffe, sem er auðvitað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Harry Potter sjálfur, mun lesa fyrsta kaflann „The Boy Who Lived“ eða „Drengurinn sem lifði af.“

Þá hefur verið tilkynnt að leikararnir Stephen Fry og Eddie Redmayne og leikkonurnar Dakota Fanning og Claudia Kim auk fyrrum fótboltamannsins David Beckham muni sömuleiðis lesa hvert sinn kaflann. Fleiri lesarar verða kynntir þegar að þeim kemur. 

Hér má horfa á Daniel Radcliffe lesa fyrsta kaflann í Harry Potter og viskusteininum og hér má hlusta á upplesturinn á Spotify.