Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Verkfall Eflingar hefst á morgun

Mynd með færslu
 Mynd: Kristinn Þeyr Magnússon - RÚV
Verkfall Eflingar hefst í fjórum sveitarfélögum á morgun, samkvæmt upplýsingum framkvæmdastjóra Eflingar. Loka þarf þremur leikskólum og fjórum grunnskólum.

Þá verður röskun á þessari starfsemi í þeim sveitarfélögum sem verkfall tekur til, í Kópavogi, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ og Ölfusi. Samningafundur Eflingar og sveitarfélaganna hófst hjá ríkissáttasemjara klukkan hálffimm og lauk nú laust fyrir klukkan sex. 

Eflingarfólk fór í verkfall um miðjan mars sem stóð í tæpar tvær vikur. Því var frestað. Samningaviðræður að undanförnu hafa ekki borið árangur og lauk fundi nú í dag án niðurstöðu. Verkfall brestur því á á hádegi á morgun.