Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Stjórnendur Norwegian vongóðir

01.05.2020 - 20:33
Mynd með færslu
 Mynd: CC0 - Pixabay
Stjórn norska félagsins Norwegian hefur ekki náð samkomulagi við alla kröfuhafa félagsins um að breyta skuldum félagsins í hlutafé. Norwegian verður uppiskroppa með lausafé í maí og stefnir að óbreyttu í gjaldþrot.

Norsk stjórnvöld hafa sett það skilyrði að lánardrottnar félagsins samþykki að breyta skuldum í hlutafé svo að félagið fái ríkisábyrgð á lán upp á allt að 2,7 milljarða króna. Í tilkynningu Norwegian til norsku kaupallarinnar segir að þrír kröfuhafahópar af fjórum hafi fallist á tilboðið, en ekki fékkst samþykki hjá þeim fjórða. Í tilkynningunni mátti greina bjartsýni hjá stjórnendum félagsins sem segja lítið vanta upp á og ætla þeir að nota helgina til að ná samkomulagi við þá alla.