Seiðmagnaður djass á lokatónleikum Heima í Hörpu

Seiðmagnaður djass á lokatónleikum Heima í Hörpu

01.05.2020 - 10:30

Höfundar

DÓH-tríó leikur seiðmagnaðann djass á lokatónleikum Heima í Hörpu.

Tónlistarhátíðinni Heima í Hörpu lýkur í dag með tónleikum DÓH-tríós klukkan 11.

Í samkomubanninu hefur flestum listviðburðum og tónleikum verið aflýst eða frestað um hríð. Til að létta lund og lyfta geði landsmanna í inniverunni tóku Harpa, Sinfóníuhljómsveit Íslands og Íslenska óperan höndum saman í samstarfi við RÚV og sendu lifandi tónlistarflutning heim í stofu.

Tæplega 30 tónleikar hafa verið haldnir í Eldborg hvern virkan dag. Listamenn úr Sinfóníuhljómsveit Íslands hafa verið í miklum meirihluta á meðal þeirra tónlistarmanna sem komið hafa fram en að auki hafa óperusöngvarar á vegum Íslensku óperunnar og sjálfstætt starfandi listamenn komið að verkefninu og glatt landsmenn.

 

Tengdar fréttir

Klassísk tónlist

Miðaldamúsík í Eldborg

Klassísk tónlist

Nautið hann Ferdinand

Klassísk tónlist

Töfraheimur sígildrar tónlistar í nýjum sjónvarpsþáttum

Klassísk tónlist

Sígildar óperuaríur heima í Hörpu