Segir kórónuveiruna úr kínverskri rannsóknarstofu

epa08394463 US President Donald J. Trump speaks about protecting seniors from the coronavirus COVID-19 pandemic in the East Room of the White House in Washington, DC, USA, 30 April 2020. The event comes after the president said he will not extend federal social distancing guidelines, which will expire at the end of the day.  EPA-EFE/JIM LO SCALZO
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir að Bandaríkjastjórn íhugi að beita Kína og kínversk stjórnvöld refsiaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins. Hann sagðist í kvöld hafa séð sönnunargögn sem tengdu veiruna við rannsóknastofu í Wuhan í Kína. Leyniþjónustan og ráðgjafi Trumps í sóttvarnarmálum segja engar vísbendingar um slíkt.

Trump hefur ítrekað haldið fram einhverju í þessa veru og hótað að láta Kina gjalda þess að hafa komið farsóttinni á kreik. Síðast í gær lét hann að því liggja í viðtali við Reuters-fréttastofuna að Kínverjar hefðu vísvitandi tekið COVID-19 faraldurinn lausatökum og leynt upplýsingum um ógnina sem af honum stafar, með það fyrir augum að koma í veg fyrir endurkjör hans í forsetakosningunum í haust.

Sjá einnig: Trump segir Kínverja ætla að bola sér úr embætti

Sagði forsetinn Kínverja munu gera „allt sem í þeirra valdi stendur" til að tryggja ósigur hans og sigur Demókratans Joes Bidens, í von um afnám refsitolla og annarra viðskiptahafta sem hann hefur innleitt. Trump boðaði einnig mögulegar refsiaðgerðir gegn Kína í því viðtali og sagðist geta „gert heilmikið“ til að launa Kínverjum lambið gráa, án þess að útlista það nánar.

Hvorki leyniþjónustan né Fauci telja veiruna manngerða

Bandaríska leyniþjónustan greindi frá því fyrr í dag að ekkert benti til þess að veiran væri mannanna verk og Anthony Fauci, helsti ráðgjafi Trumps og stjórnar hans í sóttvarnarmálum, hefur áður greint frá þeirri sömu niðurstöðu sinni hvað það varðar.  
 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi