Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Lögreglumenn fóru í rafræna kröfugöngu

Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson
Lögreglumenn um allt land fóru í rafræna kröfugöngu þar sem þeir minntu á að þeir hafa verið án kjarasamnings í rúmlega ár.

Lögreglumenn fóru síðast í kröfugöngu árið 2001, þá til að mótmæla seinagangi í kjaraviðræðum við íslenska ríkið. Lögreglumenn hafa ekki verkfallsrétt en þeir hafa undanfarna daga og vikur vakið athygli á stöðunni.

Fyrr í vikunni birti stjórn Landssambands lögreglumanna auglýsingu í blöðunum þar sem segir að laun lögreglumanna séu þau sömu og árið 2002 að raunvirði. Síðasti samningur hafi runnið út fyrir meira en ári síðan og þar sem lögreglumenn hafi ekki verkfallsrétt nýti ríkið sér það til að „framlengja löngu úrelta samninga.“

Myndband af kröfugöngu lögrelgumanna í gær má sjá hér að neðan.

 

Magnús Geir Eyjólfsson