Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Gegn WHO í miðjum heimsfaraldri

epa08392456 US President Donald J. Trump participates in a roundtable with industry executives on the plan for 'Opening Up America Again' in the State Dining Room of the White House in Washington, DC, USA, 29 April 2020.  EPA-EFE/Stefani Reynolds / POOL
 Mynd: EPA-EFE - CNP POOL
Viðbrögð Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við COVID-19 farsóttinni, hafa vakið athygli um allan heim. Hann gerði lítið úr alvarleika faraldursins í byrjun hans en hóf í byrjun apríl að gagnrýna Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina harðlega fyrir viðbrögð hennar í byrjun faraldursins. Sjálfur hefur hann verið gagnrýndur fyrir það sama.

Nær öll ríki heims hafa fylkt sér á bak við stofnunina í faraldrinum og sum, eins og Bretland, hafa aukið árleg framlög sín til hennar. Trump lýsti því aftur á móti yfir 7. apríl að Bandaríkin ætli að frysta öll framlög sín í 60 daga og sjá svo til. Þau eru það ríki hefur greitt mest til stofnunarinnar, upphæð sem jafngildir 8,3 milljörðum íslenskra króna árlega.

„Hvernig sem þetta verður útfært, þá er þetta alltaf mjög skammsýn og hættuleg ákvörðun, að ég tali nú ekki um á tímum heimsfaraldurs,“ hefur Guardian eftir Alexöndru Phelan, aðstoðarprófessor við miðstöð alþjóðlegra heilbrigðisvísinda við Georgetown-háskóla. Í grein Guardian tekur Gavin Yamey, forstöðumaður miðstöðvar um áhrif stefnumótunar á heilbrigðismál á heimsvísu, við Duke-háskóla, í sama streng. „Þetta er mjög undarleg ákvörðun sem getur ógnað lýðheilsu á heimsvísu.“ Þá telur Yamey að með ákvörðun sinni sé Trump að reyna að breiða yfir slæleg viðbrögð sín við faraldrinum. „Hann er að reyna að draga athyglina frá sínum eigin mistökum, sem hafa orðið til þess að viðbrögð stjórnvalda í Bandaríkjunum við COVID-19 eru talin þau verstu í heimi.“

epa08244617 U.N. Secretary-General Antonio Guterres, (L) sitting next to Tedros Adhanom Ghebreyesus, (R) Director General of the World Health Organization (WHO), speaks during an update on the situation regarding the COVID-19 (previously named novel coronavirus (2019-nCoV) in the SHOC room, at the World Health Organization (WHO) headquarters in Geneva, Switzerland, 24 February 2020.  EPA-EFE/SALVATORE DI NOLFI / POOL
 Mynd: EPA

Gagnrýni Trump á hendur Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni hófst í byrjun apríl, eftir að skýrsla eftir skýrslu hafði verið gefið út sem sýndi fram á að yfirvöld í Bandaríkjunum hefðu ekki brugðist við af nægum krafti. Washington Post hefur eftir fyrrum embættismönnum að Trump hafi ekki haft neitt út stofnunina að setja framan af faraldrinum og að hann hafi hitt framkvæmdastjóra hennar, Tedros Adhanom Ghebreyesus, í Hvíta húsinu. Þá hafi Ivanka Trump, dóttir forsetans, og forsetinn sjálfur, reglulega spjallað við Tedros í síma í mars. Framkvæmdastjórinn er sagður vera hissa á því að Bandaríkjaforseti hafi skyndilega snúist gegn stofnuninni.

Gagnrýnir viðbrögð í byrjun faraldursins 

Trump hefur í gagnrýni sinni haldið því á lofti að 14. janúar hafi komið fram í færslu á Twitter hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni að bráðabirgðaniðurstöður kínverskrar rannsóknar sýndu að það væru ekki beinar sannanir fyrir því að veiran smitist milli manna. Fram hefur komið að á þessum tíma hafi kínversk stjórnvöld vitað betur. Þess má geta að stofnuninni ber að greina frá helstu niðurstöðum aðildarríkjanna. Þá greindi hún frá því á fundum 10. og 11. janúar og á blaðamannafundi 14. janúar að sterkar vísbendingar væru um smit á milli fólks. Það var byggt á fyrri reynslu af kórónuveirufaröldrum og hvatti stofnunin til sérstakrar varkárni vegna mögulegra smita.   

epa08385687 Funeral director Joe Neufeld Jr. helps Omar Rodriguez, not pictured, make preparations for 30 bodies set for cremation to be picked up from the Gerald J. Neufeld Funeral Home by David Penepet, who has been helping area funeral homes overwhelmed by the number of people who have died, in the Elmhurst neighborhood of Queens, New York, USA, 26 April 2020. New York funeral homes have been overwhelmed by the massive increase in the number of dead as a result of the coronavirus and crematoriums in the city are unable to keep up. Penepet, a professor at the funeral services administration program at the State University of New York at Canton, has been taking bodies to crematoriums that are farther outside the city to help.  EPA-EFE/JUSTIN LANE
Útfararstofa í Bandaríkjunum. Slik fyrirtæki hafa vart haft undan í faraldrinum.  Mynd: EPA-EFE - EPA

Bandaríkjaforseti hefur einnig gagnrýnt Alþjóðaheilbrigðisstofnunina fyrir að hafa ekki sent sérfræðinga sína strax á vettvang í Wuhan í Kína, þegar faraldurinn hófst. Hann er þeirrar skoðunar að hefði það verið gert hefði útbreiðslan orðið minni. Í fréttaskýringu Guardian kemur fram að kínversk stjórnvöld hafi í raun lagt bann við komu sendinefndar stofnunarinnar á fyrstu vikum faraldursins. Tedros framkvæmdastjóri flaug til Peking 29. janúar og samdi beint við Xi Jiping, forseta Kína, um að sendinefnd yrði hleypt inn í landið. Af ferð hennar til Kína varð svo 22. febrúar.

epa08392044 Dr. Anthony Fauci makes remarks as US President Donald J. Trump and Louisiana Governor John Bel Edwards looks on in the Oval Office, Washington, DC, USA, 29 April 2020.  EPA-EFE/Doug Mills / POOL
 Mynd: EPA-EFE - The New York Times POOL

Trump hefur gagnrýnt Tedros fyrir linkind gagnvart Kínverjum. Stuðningsmenn framkvæmdastjórans hafa aftur á móti bent á að sjálfur hafi Trump skrifað í færslu á Twitter 24. janúar að Kínverjar hafi lagt hart að sér í baráttunni gegn útbreiðslu veirunnar og að Bandaríkin væru þeim mjög þakklát fyrir þeirra framlag og gagnsæi.

Í frétt Guardian kemur fram að sérfræðingar séu yfir höfuð sammála um að viðbrögð stofnunarinnar við faraldrinum hafi ekki verið fullkomin, en að þau séu mun betri en við ebólufaraldrinum árið 2014. Þá séu viðbrögð stofunarinnar við COVID-19 ótvírætt langtum betri en viðbrögð yfirvalda í Bandaríkjunum hafi verið.

epa08390429 A patient is transported by a paramedic to a waiting ambulance in New York, USA, 28 April 2020. New York City remains the epicenter of the coronavirus outbreak in the USA, as countries around the world are taking measures to stem the spread of the SARS-CoV-2 coronavirus, which causes the COVID-19 disease.  EPA-EFE/Peter Foley
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Það virðist vera sem Trump ætli ekki að láta sér nægja að frysta fjárveitingar til stofunarinnar. Washington Post greindi frá því í vikunni að embættismenn vinni að því, á bak við tjöldin, að gera sem minnst úr hlutverki stofunarinnar í baráttunni við faraldurinn. Þetta sé gert til að koma sökinni á mikilli útbreiðslu á stofnunina. Washington Post greinir frá því að verið sé að afmá nafn stofnunarinnar úr skýrslum og öðru upplýsingaefni um faraldurinn. Þannig eigi ekki að vera hægt að sjá að Bandaríkin hafi stutt við aðgerðir stofnunarinnar framan af faraldrinum, með því að taka mark á stofnuninni og dreifa þeim upplýsingum sem lagðar voru fram á hennar vegum.

Washington Post hefur eftir evrópskum embættismönnum að bandarísk yfirvöld hafi tafið samþykkt ályktunar Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna við heimsfaraldrinum þar sem að í henni í lýst yfir stuðningi við aðgerðir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Þar segir að Frakkar hafi vikum saman reynt að fá ályktunina samþykkta. Þá varð andstaða Bandaríkjanna á fundi tuttugu helstu iðnríkja heims á dögunum til þess að ekki náðist samkomulag um sameiginlega yfirlýsingu vegna faraldursins. 

Forsetinn hélt að Bandaríkin myndu sleppa vel

Nær engin sýni voru tekin í Bandaríkjunum í febrúar og sagði Trump að vegna þess að færri smit væru þar en víða annars staðar þá hlytu þau að hafa sloppið við faraldurinn. 24. febrúar lýsti hann því yfir að stjórnvöld hefðu fulla stjórn á faraldrinum. Þá var liðinn mánuður síðan Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti yfir neyðarástandi á heimsvísu.   

Staðan í Bandaríkjunum nú er að þar eru flest staðfest smit á heimsvísu, rúm milljón. 61.000 manns hafa látist vegna sjúkdómsins í landinu. Trump hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að hafa ekki hlustað á sérfræðinga í byrjun faraldursins. 

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin var stofnuð árið 1948. Hún er ein stofnana Sameinuðu þjóðanna og eiga nær öll ríki heims aðild að henni. Hjá stofnuninni vinna yfir 7.000 manns í 150 ríkjum. Höfuðstöðvarnar eru í Genf í Swiss.