Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Trommar, flýgur og klifrar í möstrum

Mynd: Magnús Atli Magnússon / RÚV/Landinn

Trommar, flýgur og klifrar í möstrum

29.04.2020 - 09:36

Höfundar

„Eins og margir ungir menn eyddi ég nokkrum árum sitjandi fyrir framan tölvuna. Svo bara urðu ákveðnar lífstílsbreytingar hjá mér og ég fékk ógeð af því og reyni núna að lifa eftir því að vera ekki að gera ekki neitt,“ segir Ragnar Sverrisson sem er með mörg járn í eldinum.

Á daginn vinnur Ragnar sem tæknimaður hjá Neyðarlínunni og prílar upp í möstur til að koma upp búnaði og gera við. Þegar hann er ekki í vinnunni er hann að læra flug, keppa í rallý eða spila á trommur með þungarokkshljómsveitinni Ophidian Eye sem stefnir á að gefa út plötu með vorinu. 

Landinn hitti Ragnar bæði hátt uppi og á jörðu niðri.