Boris Johnson og Carrie Symonds eignuðust dreng

29.04.2020 - 09:14
Mynd með færslu
 Mynd: EPA
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og unnusta hans Carrie Symonds tilkynntu í morgun að drengur hefði komið í heiminn á sjúkrahúsi í Lundúnum. Móður og barni heilsast vel að því er segir í tilkynningu og vill fjölskyldan þakka heilbrigðisstarfsfólki fyrir frábæra umönnun. Parið tilkynntu um óléttuna, og trúlofun, í febrúar. 

Johnson sneri aftur til vinnu á mánudag eftir að hafa jafnað sig af COVID-19. Hann dvaldi í viku á sjúkrahúsi, þar af í þrjá daga á gjörgæsludeild þar sem hann þurfti aðstoð við að anda. Samkvæmt læknisráði gegndi Johnson engum embættisverkum á meðan hann jafnaði sig af veikindunum.

Johnson, sem er 55 ára, á fjögur börn úr fyrra hjónabandi. Symonds, sem er 31 árs, er yngsti maki bresks forsætisráðherra í 173 ár en þegar Johnson tók við forsætisráðherraembættinu varð parið það fyrsta sem flytur inn í Downingstræti 10 án þess að vera gift.

andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi