Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

30 sagt upp og engir ráðnir í sumarstörf

29.04.2020 - 11:54
Mynd með færslu
 Mynd: Bragi Valgeirsson - RÚV
Fríhöfnin, dótturfélag Isavia, sagði í dag upp 30 af 169 starfsmönnum Fríhafnarinnar. Rúmlega hundrað til viðbótar var boðið að vinna áfram hjá fyrirtækinu en í lægra starfshlutfalli en áður. Stjórnendur Isavia hafa jafnframt ákveðið að ráða ekkert fólk til starfa í svoköllum framlínustörf. Þar með falla niður 140 sumarstörf sem gert hafði verið ráð fyrir í rekstri fyrirtækisins áður en COVID-19 faraldurinn gróf undan ferðaþjónustu.

Í fréttatilkynningu frá Isavia segir að ekki séu fyrirhugaðar frekari aðgerðir hjá móðurfélagi Isavia eða dótturfélögun þess Isavia ANS og Isavia innanlands. Þó er haft eftir Sveinbirni Indriðasyni, forstjóra Isavia, að ekki sé hægt að útiloka að grípa þurfi til frekari aðgerða síðar. 

Tekjur Fríhafnarinnar hafa dregist saman um 98 prósent, að því er fram kemur í fréttatilkynningunni.