Indíana mætti með nokkur tæki til sýnis, egg, gler- og stáldildóa og grindarbotnskúlur til að mynda, og sagði frá því hvernig hægt sé að nota þau. Einhverjir upplifa það sem óþægilegt og jafnvel móðgun við sig að makinn vildi nota kynlífstæki en hún segir ástæðuna bak við það sé líklega skortur á fræðslu um þessi tæki og skortur á samskiptum. Sum kynfæri þurfi einfaldlega meiri örvun en önnur, það fari bara eftir einstaklingum.
„Eins og með margt annað þá þarf bara að tala saman um þetta. Viljum við ekki öll að makinn okkar sé ánægður og þið stundið gott kynlíf.“
Viðtalið við Indíönu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Núllstillingin er í beinni útsendingu á RÚV 2 og ruv.is á milli klukkan 14 og 16 á meðan samkomubann er í gildi í skólum.