Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Hvaða land fær 12 stig frá Íslandi?

Mynd með færslu
 Mynd: Ragnar Visage - RÚV

Hvaða land fær 12 stig frá Íslandi?

28.04.2020 - 13:16

Höfundar

Veldu uppáhalds lagið þitt í Eurovision 2020. Atkvæði þitt hefur áhrif á hvaða land fær 12 stig frá Íslandi í Eurovision-gleði á RÚV 14. maí.

Kosningu er lokið

RÚV ætlar svo sannarlega að hita upp fyrir Eurovision-gleðina í maí. Upptakturinn er þegar hafinn í þættinum Alla leið þar sem álitsgjafar kveða upp dóm sinn um lögin og spá í hver hefði borið sigur úr býtum þetta árið. Þjóðinni allri býðst einnig að  velja sín uppáhaldslög í keppninni í ár og vega atkvæði hennar 50% á móti atkvæðum álitsgjafa þáttanna.

Einkunnir álitsgjafanna og kosning áhorfenda á vefnum ráða því hvaða 15 lög fá að keppa í sérstöku Eurovision-partíi sem verður slegið upp í beinni útsendingu fimmtudaginn 14. maí.

Veldu uppáhalds lagið þitt í Eurovision 2020 hér (íslenska framlagið er undanskilið, venju samkvæmt):

Tengdar fréttir

Popptónlist

Daði vinnur söngvakeppni Austurríkis

Popptónlist

Kosning um besta lagið á RÚV.is

Tónlist

Íslendingar fá að kjósa sitt uppáhalds framlag

Popptónlist

Daða boðið að koma fram í Eurovision þætti á keppnisdag