Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Lýsa yfir sjálfstjórn í Suður-Jemen

26.04.2020 - 06:35
epa07760694 Armed members of a separatist southern group attend the funeral of security personnel killed in a Houthi attack a week ago in the southern port city of Aden, Yemen, 07 August 2019. According to reports, hundreds of pro-secession southern Yemenis attended the funeral of security soldiers killed in an attack of a ballistic missile fired by the Houthi rebels against a security camp in the government-controlled city of Aden, killing at least 40 security personnel, including a key leader of UAE-backed separatist southern militia Munir Abu Yamamah. EPA-EFE/NAJEEB ALMAHBOOBI  EPA-EFE/NAJEEB ALMAHBOOBI
Aðskilnaðarsinnar fagna eftir að hafa náð Aden á sitt vald fyrir í þessum mánuði. Mynd: EPA-EFE - EPA
Aðskilnaðarsinnar í suðurhluta Jemens lýstu því yfir í morgun að þeir fari nú með öll völd á svæðinu. Samkvæmt yfirlýsingu þeirra tóku þeir við stjórninni á miðnætti í hafnarborginni Aden og fleiri héruðum á sunnanverðu landinu. Jemenska stjórnin hefur sagt að aðgerð sem þessi eigi eftir að hafa alvarlegar afleiðingar.

Hreyfing aðskilnaðarsinna í sunnanverðri Jemen, STC, saka stjórnvöld um spillingu og óstjórn. Ríkisstjórnin nýtur stuðnings Sádi-Araba og alþjóðasamfélagsins. Sameinuðu arabísku furstadæmin styðja hins vegar STC. Hingað til hefur STC stutt ríkisstjórnina. Þessi aðgerð flækir enn stöðuna í landinu, sem var viðkvæm fyrir. STC hefur barist við hlið stjórnarhersins gegn uppreisnarhreyfingu Húta, sem hefur yfirráð yfir stóru svæði á norðanverðu landinu. Þrátt fyrir að hafa staðið saman gegn Hútum líta aðskilnaðarsinnar svo á að Suður-Jemen eigi að vera sjálfstætt ríki, líkt og það var áður en ríkið var sameinað í eitt árið 1990.

Al Jazeera hefur eftir Mohammed al-Hadhrami, utanríkisráðherra Jemens, að þetta útspil STC þýði að þeir hafi sagt sig frá friðarsamningi sem undirritaður var í Riyadh í nóvember. Þar var gert ráð fyrir því að STC og aðrar hreyfingar á suðurhluta Jemens yrðu með í ráðum við samsetningu þjóðþings, og allar vopnaðar hreyfingar yrðu færðar undir stjórn ríkisstjórnarinnar. 
Tugþúsundir almennra borgara hafa fallið þau fimm ár sem borgarastríðið í Jemen hefur staðið yfir.